Vilhjálmur Sigurðsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs ALP hf sem rekur Avis, Budget, Payless og ZipCar, hefur hætt störfum eftir að hafa selt hlut sinn í fyrirtækinu. Samhliða þessu hafa hann og eiginkona hans aukið við eignarhlut sinn í Hótel Laxá í Mývatnssveit og hótel Kríu í Vík í Mýrdal en þau hyggjast einbeita sér að hótelrekstri og öðrum fasteignaverkefnum.
Vilhjálmur hefur verið einn af eigendum ALP hf. síðan 2010 en þá keypti hann fyrirtækið í annað sinn eftir að hafa selt það árið 2007.
Vilhjálmur hefur 29 ára reynslu af rekstri bílaleiga en hann skrifaði undir fyrsta sérleyfissamning Budget á Íslandi árið 1991, segir í fréttatilkynningu.
ALP rekur eina stærstu bílaleigu landsins með tæplega fjögur þúsund bifreiðar.