Selur í ALP og einbeitir sér að hótelrekstri

Vilhjálmur Sigurðsson.
Vilhjálmur Sigurðsson.

Vilhjálmur Sigurðsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs ALP hf sem rekur Avis, Budget, Payless og ZipCar, hefur hætt störfum eftir að hafa selt hlut sinn í fyrirtækinu. Samhliða þessu hafa hann og eiginkona hans aukið við eignarhlut sinn í Hótel Laxá í Mývatnssveit og hótel Kríu í Vík í Mýrdal en þau hyggjast einbeita sér að hótelrekstri og öðrum fasteignaverkefnum.

Vilhjálmur hefur verið einn af eigendum ALP hf. síðan 2010 en þá keypti hann fyrirtækið í annað sinn eftir að hafa selt það árið 2007.  

Vilhjálmur hefur 29 ára reynslu af rekstri bílaleiga en hann skrifaði undir fyrsta sérleyfissamning Budget á Íslandi árið 1991, segir í fréttatilkynningu.

ALP rekur  eina stærstu bílaleigu landsins með tæplega fjögur þúsund bifreiðar.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka