Selur í ALP og einbeitir sér að hótelrekstri

Vilhjálmur Sigurðsson.
Vilhjálmur Sigurðsson.

Vil­hjálm­ur Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri sölu- og markaðssviðs ALP hf sem rek­ur Avis, Budget, Pay­less og ZipCar, hef­ur hætt störf­um eft­ir að hafa selt hlut sinn í fyr­ir­tæk­inu. Sam­hliða þessu hafa hann og eig­in­kona hans aukið við eign­ar­hlut sinn í Hót­el Laxá í Mý­vatns­sveit og hót­el Kríu í Vík í Mýr­dal en þau hyggj­ast ein­beita sér að hót­el­rekstri og öðrum fast­eigna­verk­efn­um.

Vil­hjálm­ur hef­ur verið einn af eig­end­um ALP hf. síðan 2010 en þá keypti hann fyr­ir­tækið í annað sinn eft­ir að hafa selt það árið 2007.  

Vil­hjálm­ur hef­ur 29 ára reynslu af rekstri bíla­leiga en hann skrifaði und­ir fyrsta sér­leyf­is­samn­ing Budget á Íslandi árið 1991, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

ALP rek­ur  eina stærstu bíla­leigu lands­ins með tæp­lega fjög­ur þúsund bif­reiðar.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK