NATO með olíu til Íslands

Íslensk olíufélög eru með olíutanka í Örfirisey. Einnig eru tankar …
Íslensk olíufélög eru með olíutanka í Örfirisey. Einnig eru tankar í Hvalfirði, í Helguvík, á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Ómar Óskarsson

Þrír háttsettir fulltrúar frá Atlantshafsbandalaginu, NATO, þar á meðal aðmíráll og skotvopnasérfræðingur, voru staddir hér á landi á dögunum þar sem þeir áttu fundi með ýmsum aðilum úr íslenska olíugeiranum. Þetta herma traustar heimildir ViðskiptaMoggans.

Tilefni fundanna var að kanna grundvöll fyrir geymslu á allt að 40 milljón lítrum af olíu á ári sem nota á m.a. á flugmóðurskip NATO sem staðsett verði nálægt lögsögu landsins og orrustuflugvélar sem tilheyra viðkomandi skipi. Um er að ræða skipaolíu sem og JP8 þotueldsneyti.

Samningsupphæð á ári er talin geta numið um 500 þúsund bandaríkjadölum, eða nálægt 60 milljónum króna á ári. Reiknað er með að NATO sé að horfa á langtímasamning til að minnsta kosti fimm ára.

Samkvæmt heimildum blaðsins átti nefndin fundi með fleiri en einum aðila hér á landi, ásamt því sem allur hópurinn eða hluti hans fundaði einnig með aðilum á Grænlandi í sömu erindagjörðum. Á Grænlandi er eitt olíufélag starfandi, Polar Oil.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK