Nauðsynleg forsenda fyrir kerfisbreytingum

Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK
Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK Haraldur Jónasson/Hari

Miklir fjármunir hafa verið lagðir í starfsendurhæfingarsjóðinn VIRK á undanförnum árum. Í ljósi varhugaverðrar þróunar á nýgengi örorku segir Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK, að eðlilegt sé að menn spyrji spurninga en hún bendir á að ekki sé rétt að einblína á starfsendurhæfingarsjóðinn í því samhengi og að víðtækari kerfisbreytinga sé þörf.

Það fór almennt ekki mikið fyrir starfsendurhæfingu hér á landi fyrir stofnun starfsendurhæfingarsjóðsins VIRK seinni hluta árs 2008. Vigdís Jónsdóttir var ráðin framkvæmdastjóri sjóðsins í ágúst það ár, rétt fyrir efnahagshrunið, og hóf því uppbyggingu sjóðsins á tímum blóðugs niðurskurðar hjá ríkisstofnunum. Hún keypti fartölvu fyrsta daginn í starfi, fékk lánaða eina skrifstofu hjá ASÍ og við tók skipulagning á öllu starfi sjóðsins. Í dag starfa 50 manns á skrifstofu VIRK, auk annarra 50 ráðgjafa sem starfa um land allt fyrir sjóðinn í samstarfi við stéttarfélög. Um 2.400 einstaklingar eru nú í þjónustu hjá VIRK og í lok ársins 2017 hafði sjóðurinn varðað veginn fyrir yfir 7 þúsund einstaklinga aftur inn á vinnumarkaðinn.

Í dag hefur VIRK tekið á móti um 15 þúsund einstaklingum í þjónustu og veltir sjóðurinn jafnframt yfir þremur milljörðum á ári. Vigdís segist stolt af starfi sjóðsins, nú er hún fagnar 10 ára starfsafmæli, en er jafnframt meðvituð um að sjóðurinn standi frammi fyrir krefjandi verkefnum. Þau séu hins vegar ekki aðeins á borði þeirra hjá VIRK heldur velferðarkerfisins í heild sinni. Þegar VIRK Starfsendurhæfingarsjóður tók til starfa árið 2008 átti hann að vera hluti af stórum kerfisbreytingum. „Staðreyndin er hins vegar sú að frá því að VIRK tók til starfa fyrir 10 árum hafa engar aðrar kerfisbreytingar átt sér stað til að styðja við það markmið að draga úr nýgengi örorku og auka þátttöku einstaklinga á vinnumarkaði,“ segir Vigdís við ViðskiptaMoggann.

Lesa má ítarlegt viðtal við Vigdísi í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK