Innflutningstakmarkanir ólögmætar

Íslenska ríkið er skaðabótaskylt fyrir að hafa stöðvað innflutning á …
Íslenska ríkið er skaðabótaskylt fyrir að hafa stöðvað innflutning á 83 kílóum á nautalundum frá Hollandi árið 2014 og fargað þeim. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Íslensk lög og regl­ur, sem kveða á um að afla skuli leyf­is fyr­ir inn­flutn­ingi kjöts, eggja og mjólkuraf­urða og gera kröfu um fryst­ingu kjöts, brjóta í bága við skuld­bind­ing­ar Íslands sam­kvæmt EES-samn­ingn­um.

Nú er end­an­lega orðið ljóst að þetta er mat ís­lenskra dóm­stóla, eft­ir að Hæstirétt­ur Íslands kvað upp dóm í máli Ferskra kjötv­ara ehf. gegn ís­lenska rík­inu í dag, en Hæstirétt­ur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykja­vík­ur í mál­inu frá því í nóv­em­ber 2016.

Íslenska ríkið er skaðabóta­skylt fyr­ir að hafa stöðvað inn­flutn­ing fyr­ir­tæk­is­ins á 83 kíló­um á nauta­lund­um frá Hollandi árið 2014 og fargað þeim, þar sem ekki var hægt að sanna að kjötið hefði verið geymt í frysti í einn mánuð.

Bæði Sam­tök versl­un­ar og þjón­ustu og Fé­lag at­vinnu­rek­enda hafa sent frá sér viðbrögð við niður­stöðu Hæsta­rétt­ar. Ólaf­ur Stephen­sen, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­enda, seg­ir að nú sé „síðasta tylli­á­stæða stjórn­valda“ og Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra til að bíða með að fella úr gildi inn­flutn­ings­bann á fersku kjöti úr sög­unni.

„Fé­lag at­vinnu­rek­enda hvet­ur ráðherr­ann ein­dregið til að grípa þegar í stað til aðgerða til að aflétta þessu ólög­lega og óþarfa banni,“ er haft eft­ir Ólafi á vef fé­lags­ins.

Fagna niður­stöðunni

Sam­tök versl­un­ar og þjón­ustu fagna niður­stöðu Hæsta­rétt­ar í frétta­til­kynn­ingu og segja hana í fullu sam­ræmi við fyrri ábend­ing­ar sam­tak­anna, sem hafa háð ára­langa bar­áttu fyr­ir af­námi þess­ara tak­mark­anna.

Sam­tök­in skora á stjórn­völd og Alþingi að „taka á mál­inu í sam­ræmi við þjóðrétt­ar­leg­ar skuld­bind­ing­ar ís­lenska rík­is­ins. Er það krafa SVÞ að inn­flutn­ing­ur á fersku kjöti, sem unnið er í sam­ræmi við strang­ar sam­evr­ópsk­ar kröf­ur og und­ir eft­ir­liti annarra EES-ríkja, verði heim­ilaður hér á landi í sam­ræmi við EES-lög­gjöf­ina,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu sam­tak­anna.

Nýtt frum­varp um dýra­sjúk­dóma í fe­brú­ar

Viðbrögð stjórn­valda við dómi Hæsta­rétt­ar voru birt á vef stjórn­ar­ráðsins síðdeg­is. Þar er tekið fram að frá því að EFTA-dóm­stóll­inn komst að þeirri niður­stöðu í nóv­em­ber í fyrra, að Ísland væri ekki að standa við skuld­bind­ing­ar sín­ar sam­kvæmt EES-samn­ingn­um með inn­flutn­ingstak­mörk­un­um á fersku kjöti, hefði það verið for­gangs­mál stjórn­valda að tryggja að staðið verði við skuld­bind­ing­arn­ar.

„Við þá vinnu hef­ur verið lögð áhersla á að tryggja ör­yggi mat­væla og vernd búfjár­stofna. Í júlí sl. sendi Ísland um­sókn til Eft­ir­lits­stofn­un­ar EFTA um heim­ild til að beita regl­um um viðbót­ar­trygg­ing­ar. Slík­ar trygg­ing­ar, sem önn­ur Norður­lönd hafa þegar fengið, munu gera stjórn­völd­um kleift að krefjast ákveðinna vott­orða um að til­tekn­ar afurðir séu laus­ar við salmo­nellu. Þá er unnið að fjöl­mörg­um öðrum aðgerðum, m.a. varðandi kampýlób­akt­er,“ seg­ir á vef stjórn­ar­ráðsins, en stefnt er að því að mæla fyr­ir frum­varpi til breyt­inga á lög­um um dýra­sjúk­dóma og varn­ir gegn þeim í fe­brú­ar næst­kom­andi.

Dóm­ur Hæsta­rétt­ar Íslands

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK