Fellur frá máli á hendur Jóhannesi

Jóhannes Rúnar Jóhannsson lögmaður (t.v.) og Robert Tchenguiz fjárfestir.
Jóhannes Rúnar Jóhannsson lögmaður (t.v.) og Robert Tchenguiz fjárfestir. Samsett mynd

Breski fjárfestirinn Robert Tchenguiz hefur hætt við mál sitt gegn lögmanninum Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni. Sakaði Tchenguiz Jóhannes, sem starfaði fyrir slitastjórn Kaupþings, um að hafa ásamt bresku end­ur­skoðun­ar­skrif­stof­unni Grant Thornt­on, blekkt bresku efna­hags­brota­lög­regl­una, Ser­i­ous Fraud Office (SFO), til að hefja árið 2011 rann­sókn á viðskipt­um hans og Vincent bróður hans við Kaupþing.

Samkvæmt tilkynningu frá lögmannsstofu sem fer með mál Jóhannesar dró Tchenguiz málið til baka eftir þrjú ár í dómskerfinu. Í síðustu viku var málið tekið fyrir og átti Tchenguiz að bera vitni í málinu. Þremur tímum áður en kom að því var málið hins vegar dregið til baka. Kemur fram að með því að draga málið til baka sé Tchenguiz að fullu ábyrgur fyrir lögmannskostnaði Jóhannesar.

Vincent Tchenguiz, bróðir Roberts, höfðaði einnig mál gegn Grant Thornt­on árið 2014. Því máli var vísað frá og samið var um mála­lok fyr­ir ári síðan.

Bræðurn­ir hafa háð harða bar­áttu gegn hinum ýmsu stofn­un­um allt frá því að þeir voru hand­tekn­ir af efna­hags­brota­deild bresku lög­regl­unn­ar árið 2011. Rann­sókn­in var síðar felld niður og fengu bræðurn­ir greidd­ar háar bæt­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK