WOW air flýgur á ný til Tel Aviv

WOW air mun fljúga til Tel Aviv í Ísrael næsta …
WOW air mun fljúga til Tel Aviv í Ísrael næsta sumar eftir nokkurra mánaða hlé.

WOW air mun hefja flug á ný til Tel Aviv í Ísrael næsta sumar. Flugfélagið tilkynnti í júlí að flugi til borgarinnar yrði hætt í októ­ber en WOW air hóf flug til Ísrael í sept­em­ber í fyrra. Wow mun hins vegar hætta að fljúga til St. Louis.

Flogið verður þangað fjórum sinnum í viku, líkt og áður; á þriðjudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og laugardögum. Flug hefst 11. júní og stendur út október 2019. Sala flugsæta hefst á morgun, miðvikudag, klukkan 10.

Haft er eftir Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, í tilkynningu, að félagið hafi fundið fyrir miklum áhuga á flugleiðinni og að mikil ánægja ríki með að geta hafið flug til Ísrael að nýju. „Bæði hafa Ísraelar mikinn áhuga á að heimsækja Ísland auk þess sem tengingin við Norður-Ameríku undirstrikar okkar sérstöðu á markaðnum,“ er haft eftir Skúla.

Hætta flugi til St Louis um áramótin

Á vefnum Túristi.is er fjallað um frekari breytingar á flugferðum WOW air eftir að skuldabréfaútboði félagsins lauk. Þar kemur meðal annars fram samkvæmt tilkynningu frá flugmálayfirvöldum í St Louis í Bandaríkjunum hafa stjórnendur WOW air ákveðið að hætta flugi til borgarinnar eftir áramót. 

Aðrar breytingar sem gerðar hafa verið á flugi WOW air síðasta mánuðinn er vetrarfrí á flugi til San Francisco, Stokkhólms og Edinborgar. Þá hefur ferðum til Nýju-Delí verið fækkað en það mun tengjast seiknun á afhendingu á nýrri breiðþotu frá Airbus. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka