WOW varð fyrir vonbrigðum með St. Louis

WOW air dregur úr flugi til Miðvesturríkja Bandaríkjanna frá og …
WOW air dregur úr flugi til Miðvesturríkja Bandaríkjanna frá og með næstu áramótum. AFP

WOW air mun draga úr flugi til Miðvest­ur­ríkja Banda­ríkj­anna frá næstu ára­mót­um. Flugi til St. Lou­is verður hætt 7. janú­ar og ekki stend­ur til að borg­irn­ar Cinc­innati og Cleve­land verði á sum­aráætl­un flug­fé­lags­ins næsta sum­ar. Frá þessu er greint á vef USA Today þar sem haft er eft­ir Svan­hvíti Friðriks­dótt­ur, upp­lýs­inga­full­trúa WOW air, að ekki hafi verið næg spurn eft­ir flugi til St. Lou­is.

„Því miður verður að segj­ast að þegar á heild­ina litið var St. Lou­is von­brigði fyr­ir WOW air í sum­ar, marg­ir þætt­ir spiluðu þar sam­an og við náðum ekki sett­um mark­miðum, sam­an­borið við aðra markaði á okk­ar sviði,“ seg­ir Svan­hvít í sam­tali við USA Today.

WOW air hóf flug til borg­ar­inn­ar í vor og vakti það tölu­verða at­hygli, sér­stak­lega í ljósi þess að þetta var í fyrsta sinn í 15 ár sem íbú­um borg­ar­inn­ar bauðst að fljúga beint til Evr­ópu. Flug­mála­yf­ir­völd og viðskiptaráð St. Lou­is tóku vel í sam­göngu­bót­ina og til stóð að veita WOW air styrki upp á allt að 800 þúsund doll­ara, eða sem nem­ur um 92 millj­ón­um króna, ef flug­leiðin yrði hluti af flugáætl­un WOW air í að minnsta kosti tvö ár. Þetta er meðal þess sem kom fram í um­fjöll­un Túrista.is  sem hef­ur fjallað um sam­drátt WOW air á Banda­ríkja­markaði.

Flug­mála­yf­ir­völ í St. Lou­is hafa sent frá sér til­kynn­ingu  vegna ákvörðunar WOW air þar sem þau lýsa yfir von­brigðum með að flugi til borg­ar­inn verði hætt þar sem þau segja að spurn­in eft­ir flug­inu hafi verið mik­il meðal borg­ar­búa. 

WOW air hef­ur hins veg­ar ekki al­veg sagt skilið við Miðvest­ur­rík­in en flug­fé­lagið mun áfram fljúga til Chicago og Detroit. Þá til­kynnti fé­lagið í gær að flug hefj­ist að nýju til Tel Aviv í Ísra­el næsta sum­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK