Yfir 5.000 farþegar frá Bretlandi

Fljótt myndast biðraðir við flugstöðina, eins og gerðist í fyrsta …
Fljótt myndast biðraðir við flugstöðina, eins og gerðist í fyrsta flugi Super Break í fyrravetur. Flugklasinn vill bæta aðstöðuna mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Breska ferðaskrifstofan Super Break mun meira en tvöfalda flugframboð sitt frá Bretlandi til Akureyrar í vetur. Hún fjölgar ferðum þannig að ferðatímabilið verður lengra og notar einnig heldur stærri flugvélar. Þá er verið að ræða við hollenska ferðaskrifstofu um leiguflug þaðan.

Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans AIR 66N sem vinnur að markaðssetningu Akureyrarflugvallar, staðfestir að áframhaldandi samstarf verði við Super Break um beint leiguflug í vetur. Fyrirtækið verður með 29 brottfarir samtals frá 18 flugvöllum í Bretlandi á tímabilinu frá 10. desember og fram í mars. Í fyrra voru 14 brottfarir. Flogið er tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum. Flogið er frá flugvöllum sem ekki hafa tengingu við Keflavíkurflugvöll, yfirleitt smærri völlum.

Ferðaskrifstofan hefur samið við nýtt flugfélag um að flytja farþegana og eru notaðar 202 sæta flugvélar en vélarnar sem notaðar voru í fyrravetur tóku 189 farþega, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK