Jóhanna Vigdís nýr framkvæmdastjóri Almannaróms

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms.
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms. Ljósmynd/Aðsend

Jó­hanna Vig­dís Guðmunds­dótt­ir hef­ur verið ráðin fram­kvæmda­stjóri Al­mannaróms, miðstöðvar um mál­tækni. Að Al­mannarómi standa há­skóla- og rann­sókna­stofn­an­ir, fyr­ir­tæki og fé­laga­sam­tök.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu að meg­in­hlut­verk Al­mannaróms sé að tryggja að ís­lenska standi jafn­fæt­is öðrum tungu­mál­um í hinu sta­f­ræna um­hverfi og mun fram­kvæmda­stjóri meðal ann­ars bera ábyrgð á gerð samn­inga við stærstu tæknifyr­ir­tæki heims og út­hlut­un fjár­magns til rann­sókna og innviðaupp­bygg­ing­ar á sviði mál­tækni.    

Þá seg­ir að Jó­hanna Vig­dís hafi und­an­far­in ár starfað sem fram­kvæmda­stjóri at­vinnu- og alþjóðatengsla hjá Há­skól­an­um í Reykja­vík og staðið fyr­ir upp­bygg­ingu at­vinnu­líf­stengsla HR. Áður var hún for­stöðumaður markaðssviðs HR. Jó­hanna Vig­dís hef­ur jafn­framt gegnt stjórn­enda­stöðum við Lista­hátíð í Reykja­vík, hjá Straumi fjár­fest­ing­ar­banka, Deloitte og Borg­ar­leik­hús­inu. 

Jó­hanna Vig­dís lauk AMP-gráðu hjá IESE Bus­iness School í Barcelona árið 2015, MBA-námi frá HR 2005 og meist­ara­prófi frá Há­skól­an­um í Ed­in­borg árið 2003. Jó­hanna Vig­dís út­skrifaðist með BA-gráðu í bók­mennt­um frá Há­skóla Íslands árið 1998.

Jó­hanna Vig­dís er gift Ria­an Dreyer og sam­an eiga þau fjög­ur börn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK