Segja sig fyrirvaralaust úr stjórn VÍS

Helga Hlín Hákonardóttir og Jón Sigurðsson sögðu sig úr stjórn …
Helga Hlín Hákonardóttir og Jón Sigurðsson sögðu sig úr stjórn VÍS. Ljósmynd/Aðsend

Lög­menn­irn­ir Helga Hlín Há­kon­ar­dótt­ir, starf­andi stjórn­ar­formaður VÍS, og Jón Sig­urðsson meðstjórn­andi sögðu sig í gær­kvöldi frá stjórn­ar­störf­um á vett­vangi fé­lags­ins. Til­kynn­ing þar um barst í gegn­um Kaup­höll Íslands laust fyr­ir klukk­an 23:00 í gær­kvöld.

Til­kynn­ing­in barst í kjöl­far stjórn­ar­fund­ar sem hald­inn var í fé­lag­inu í gær. Þar var lögð fram til­laga að breyttri verka­skipt­ingu stjórn­ar sem fól í sér að Helga Hlín, sem tók við for­mennsku í sum­ar sem leið í kjöl­far þess að Svan­hild­ur Nanna Vig­fús­dótt­ir sagði sig frá starf­inu, yrði að nýju vara­formaður en í henn­ar stað yrði Valdi­mar Svavars­son kjör­inn formaður.

Heim­ild­ir Morg­un­blaðsins herma að þegar sú til­laga var bor­in upp hafi Helga Hlín þá þegar sagt sig úr stjórn­inni. Að lokn­um stjórn­ar­fundi, þegar Valdi­mar hafði tekið við for­mennsku og Gest­ur Breiðfjörð Gests­son vara­for­mennsku, ákvað Jón einnig að segja sig úr stjórn­inni.

Í til­kynn­ingu sem Helga Hlín og Jón sendu sam­eig­in­lega frá sér í kjöl­farið sögðu þau að trúnaður hefði til þessa ríkt inn­an stjórn­ar en: „Nú er hins veg­ar svo komið að stjórn­ar­hætt­ir inn­an stjórn­ar hafa leitt af sér trúnaðarbrest og um leið efa okk­ar um að umboðsskyldu stjórn­ar­manna sé gætt í ákv­arðana­töku.“

Segja þau að for­send­ur séu brostn­ar fyr­ir því að þau telji sig geta sinnt skyld­um sín­um og axlað ábyrgð sem stjórn­ar­menn. 

Þegar Morg­un­blaðið náði tali af Valdi­mar Svavars­syni sagði hann ákvörðun tví­menn­ing­anna koma sér á óvart.

Frétt­in í heild birt­ist í Morg­un­blaðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka