Centerhotels dæmt til að greiða 200 milljónir

Centerhotel-keðjan Plaza við Aðalstræti.
Centerhotel-keðjan Plaza við Aðalstræti.

Hótelkeðjan Centerhotels, sem rekur fjölmörg hótel í miðbæ Reykjavíkur, var í síðustu viku dæmd til að greiða fasteignafélaginu Reitum rúmlega 200 milljónir vegna framkvæmda þegar húsnæði við Aðalstræti 6-8 var gert upp. Eitt hótel keðjunnar, Centerhotel plaza, er þar staðsett.

Hótelkeðjan hafði um langt árabil leigt húsnæðið af Reitum og áður af Landic Iceland. Á þeim tíma hafði verið farið í ýmsar framkvæmdir og var þá kveðið á um í samningi að Reitir myndu greiða fyrir framkvæmdir, en Centerhotels myndu greiða þá upphæð til baka samhliða leigugreiðslum. Færi keðjan úr húsnæðinu þyrfti að greiða það sem upp á vantaði.

Árið 2016 nýtti keðjan sér forkaupsrétt og keypti húsnæðið fyrir 2,5 milljarða. Þá stóð út af rúmlega 200 milljóna framkvæmdakostnaður. Taldi Centerhotels að þar sem ekki væri tilgreint sérstaklega hvað yrði um eftirstöðvarnar ef keðjan myndi kaupa húsið þá bæri þeim ekki að greiða upphæðina.

Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að það hafi verið skilningur beggja aðila að framkvæmdirnar væru hótelkeðjunni til hagsbóta og að frumkvæði hennar. Fellst dómurinn á túlkun Reita og segir að „önnur túlkun á þessu ákvæði væri bersýnilega ósanngjörn og óhæfilega íþyngjandi fyrir stefnanda.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK