Rúmlega 7 milljarða króna hagnaður

Hagnaðurinn er minni en á sama tíma á síðasta ári.
Hagnaðurinn er minni en á sama tíma á síðasta ári. mbl.is/Árni Sæberg

Hagnaður Icelandair á þriðja ársfjórðungi nam 62 milljónum dollara, eða um 7,4 milljörðum íslenskra króna. Er um að ræða lakari afkomu en á sama tíma í fyrra, en hátt eldsneytisverð og lækkun farþegatekna milli ára er sögð vera skýringin.

EBITDA nam 115 milljónum dollara á þriðja ársfjórðungi samanborið við 155,9 milljónir dollara á síðasta ári. Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair, segir afkomuna í samræmi við afkomuspá sem gefin var út í ágúst

Bogi segir í tilkynningu að gripið hafi verið til fjölmargra aðgerða til að bæta samkeppnishæfni félagsins og vega upp á móti kostnaðarhækkunum, ekki síst vegna hækkunar á eldsneytisverði. Í maí á næsta ári hefjist flug í nýjum tengibanka með það að markmiði að skapa tækifæri til vaxtar og bæta þjónustu. Þá hafi sölu og markaðsstarf verið endurskipulagt.

„Áhersla er lögð á að styrkja tekjustýringu félagsins og er innleiðing á nýju tekjustýringarkerfi vel á veg komin. Sjálfvirknivæðing ferla, notkun stafrænna lausna ásamt eflingu viðbótartekna er í forgangi. Þá er betri nýting starfsfólks og allra rekstrarþátta lykilatriði í framtíðarekstri félagsins.

Verkefni okkar er skýrt, það snýst um að bæta rekstrarafkomu félagsins á heilsársgrunni. Þar eru fjölmörg tækifæri til staðar bæði hvað varðar tekjur og gjöld.  Við erum sannfærð um að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til og fram undan eru muni skila sér í bættri afkomu Icelandair Group til framtíðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK