Fleiri ferðamenn velja hótel

Fleiri ferðamenn nýta hótel og gistiheimili í septembermánuði en í …
Fleiri ferðamenn nýta hótel og gistiheimili í septembermánuði en í fyrra. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Eftir nokkuð þunga mánuði á fyrri árshelmingi virðist sem hótelmarkaðurinn sé að taka við sér að nýju,“ segir greiningardeild Arion banka á vef sínum. Í ferðaþjónustuskýrslu deildarinnar segir að vísbendingar séu um að gistinætur séu að færast yfir til hótela.

Fram kemur í skýrslunni að gögn sýna að verulegur samdráttur var í gistinóttum í gegnum vefsíður á borð við Airbnb í júní og júlí í öllum landshlutum, en samdráttur hafi verið einnig í ágúst á höfuðborgarsvæðinu.

Fjöldi gistinótta útlendinga í september á hótelum og gistiheimilum jókst hins vegar um 12,5% miðað við sama tímabil í fyrra, en 12% samdráttur var hjá vefsíðum á borð við Airbnb.

Þá segir að tölur um ferðamenn sýna að heildarfjöldi erlendra ferðamanna hafi á þessu ári verið umfram spá ISAVIA, þrátt fyrir að fjöldinn hafi verið minni en spáin gerði ráð fyrir fyrstu fimm mánuði ársins. Í maí var uppsafnaður munur neikvæður um 68.861, en jákvæður um 30.702 í september.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK