Arion banki inni í verslun

Sjálfsafgreiðsla Arion banka í Garðabæ er í verslun Hagkaupa.
Sjálfsafgreiðsla Arion banka í Garðabæ er í verslun Hagkaupa. mbl.is/Kristinn Magnússon

Arion banki hefur lokað útibúi sínu við Garðatorg í Garðabæ og opnað í staðinn sjálfsafgreiðslu á 30 fermetra svæði inni í verslun Hagkaupa við Litlatún, steinsnar frá. Þar eru tveir starfsmenn sem leiðbeina viðskiptavinum.

Útibúið við Garðatorg var í 412 fermetra húsnæði og þar voru fimm starfsmenn. Opið var frá 9 til 16 á gamla staðnum, en í Litlatúni er opið allan sólarhringinn og starfsmenn við á staðnum á tímabilinu frá 12.30 til 19.00 virka daga.

„Þetta er hluti af af þróun og einföldun á útibúaneti bankans þar sem við erum að bregðast við breyttri eftirspurn viðskiptavina eftir þjónustu,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson hjá Arion banka í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK