Skutlfyrirtækið Uber hefur sett á laggirnar áskriftarþjónustu sem kallast Ride Pass í fimm bandarískum borgum. Markmiðið með þjónustunni er að koma í veg fyrir óhóflegar verðhækkanir á álagstímum á daginn, eða þegar eftirspurnin er mikil.
Fast verð verður í borði fyrir áskrifendur, eða um 24,99 dalir í Los Angeles, sem samsvarar um 3.000 kr. Í Austin, Denver, Miami og Orlando verður verðið lægra eða 14,99 dalir, sem samsvarar um 1.800 kr.
Fram kemur á vef BBC, að Uber sé nú með til skoðunar að veita þessa þjónustu í fleiri borgum í Bandaríkjunum á næsta ári.
Þá vonast fyrirtækið til þess að farþegar muni sjá aukið hagræði í því að nota þjónustu Uber í stað þess að vera sjálfir á bíl.