Hlutabréf í Icelandair hækkuðu um 39,2% í dag en tilkynnt var um kaup Icelandair Group á WOW air rétt fyrir hádegi. Viðskipti með bréf Icelandair voru stöðvuð áður en tilkynnt var um kaupin en opnað var fyrir þau aftur klukkan 13:00.
Viðskipti með bréf Icelandair í dag námu rétt rúmum milljarði króna.
Kaupin eru meðal annars gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar.
Félögin verða áfram rekin undir sömu vörumerkjum en sameiginleg markaðshlutdeild þeirra á markaðnum yfir Atlantshafið er um 3,8%.