„Í örmum Icelandair“

Norskir fjölmiðlar gera sér mat úr kaupum Icelandair á WOW …
Norskir fjölmiðlar gera sér mat úr kaupum Icelandair á WOW í dag og hafa eftir sérfræðingi að ráðahagurinn sé þó ekki sem verstur. mbl.is/Hallur

„Fljúgandi sa­meini­ng á Íslandi,“ skr­ifar norski viðski­p­t­avefmiðillinn E24 í fy­r­i­rs­ögn í dag og fj­allar um kaup Iceland­air á WOW air. „Þung­bært sa­mkeppnisu­m­hverfi og hækk­andi olíu­verð leggja WOW í arma Iceland­air.“

Það er Mari­us Lor­ent­zen, skr­ifari hjá E24, sem kem­st svo gl­ettnislega að orði í dag svo sem hans er von og vísa en undi­rt­ónn um­f­jöllunar hans er þó alva­rlegri og kem­ur hann meðal ann­ars inn á stór­hækkað olíu­verð, erfitt sa­mkeppnisu­m­hverfi íslen­s­kra flu­gf­élaga og nýlegar fréttir af sky­nd­ilegu ski­pbroti Prim­era Air.

„Iceland­air á um þessar mundir í viðræðum við lánardr­ottna sína þar sem fy­ri­rt­ækinu hef­ur ekki auðnast að standa undir sku­ld­bind­ingum sínum, en WOW hef­ur ekki síður átt undir högg að sækja og er þess nú freistað að rétta stefnuna sem sa­meinuð félög.“

Nýta Ísland sem millist­y­kki

Fleiri norskir fjölmiðlar hafa gert sér mat úr stórf­rétt dags­ins úr íslen­s­ku viðski­p­t­alífi og greinir vef­síða ABC Ny­het­er frá því að íslen­ska flu­gf­élagið Iceland­air hafi key­pt keppinautinn WOW air til að verjast stórversnandi aðstæðum á íslen­ska flu­gm­arkaðnum. Vitnar ABC í flu­gm­álarýninn Hans Jør­gen Elnæs sem rey­ndar hafði spáð fy­r­ir um að þessi íslen­ski samr­uni væri ekki ósennileg­ur miðað við hækk­andi olíu­verð og erfiða sa­mkeppni.

„Hvor tveggju félög­in Iceland­air og WOW air hafa séð sér hag í því að nýta Ísland sem áning­arstað milli Evr­ó­pu og Norður-Amerí­ku, enda er staðsetning lands­ins upplögð sem ger­ir það að eðlilegum va­lk­osti til millilend­inga,“ skr­ifar ABC.

Norska ríkis­út­va­r­pið NRK læt­ur að lokum ekki sitt eftir li­ggja og fj­allar um kaup Iceland­air í örf­rétt hjá sér í dag en E24 legg­ur nors­kra miðla mest í frétt­ina og vitnar í Skúla Mogens­en, forst­jóra og eig­anda WOW, og Boga Nils Bogas­on, ný­bakaðan forst­jóra Iceland­air Gr­oup. Hef­ur miðillinn eftir Boga að öflu­gt framboð á flu­gi sé ferðamannageiranum á Sög­uey­j­unni (n. Sagaøya, sem er alg­engt gælunafn Íslands í Nor­egi) lí­fsnauðsy­nlegt og einn af horns­teinum íslen­sks ha­gk­erfis.

Vitnar E24 einnig í Hans Jør­gen Elnæs og kly­kkir út með um­m­ælum hans: „Sa­meinað Iceland­air og WOW er st­er­kur lei­kur þegar litið er til va­xtar félaganna og mun rey­nast affaras­ælt hv­ort tveggja á stuttum sem löngum flu­gl­eiðum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK