Mikil hækkun er á flestum hlutafélögum í Kauphöll Íslands í kjölfar frétta af kaupum Icelandair á WOW air núna í hádeginu. Eik fasteignafélag hefur hækkað um 5,8%, VÍS um 5,2% og Síminn um 4,9%. Þá hafa bréf í TM hækkað um 4,5% og í Reitum um 3,9%. Arion banki og Hagar hafa hækkað um 3,5%. Útvalsvísitala Kauphallarinnar hefur hækkað um 2,5%.
Bréf í Sýn hafa hins vegar lækkað um 2,7%, en félagið sendi frá sér afkomuviðvörun fyrir helgi.
Viðskipti hafa verið nokkuð lífleg það sem af er degi, en samtals velta á markaðinum er 3,5 milljarðar.
Viðskipti með bréf Icelandair voru stöðvuð áður en tilkynnt var um kaupin, en þau hefjast að nýju með uppboði klukkan 12:50 og regluleg viðskipti hefjast svo klukkan 13:00.