Dregur úr hagvexti á evru-svæðinu

Þrír ráðherrar í ríksstjórn Ítalíu: Luigi Di Maio, Giuseppe Conte …
Þrír ráðherrar í ríksstjórn Ítalíu: Luigi Di Maio, Giuseppe Conte og Matteo Salvini. AFP

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varar við því að draga muni úr hagvexti á evrusvæðinu á næsta ári. Jafnframt er varað við því að fjárlagahalli ítalska ríkisins muni aukast enn frekar.

Helstu ástæður fyrir minni hagvexti er óstöðugleiki á alþjóðlegum mörkuðum og titringur í milliríkjaviðskiptum.

Í nýrri hagvaxtarspá er gert ráð fyrir 2,1% hagvexti á evru-svæðinu í ár og 1,9% hagvexti á næsta ári. Áður hljóðaði spáin upp á 2% hagvöxt 2019. Áfram er spáð samdrætti því 2020 er spáð 1,7% hagvexti á evru-svæðinu. 

Á Íslandi er spáð 2,5% hagvexti á næsta ári, samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofu Íslands.

Samkvæmt spá ESB er gert ráð fyrir að halli á heildarafkomu ríkissjóðs Ítalíu verði 2,9% af vergri landsframleiðslu árið 2019 sem er mun meira en fyrri spá hljóðaði upp á (1,7%). ESB telur að hagvöxtur verði 1,2% á Ítalíu á næsta ári en áætlanir ítölsku ríkisstjórnarinnar eru miðaðar við 1,5% hagvöxt. Það þýðir að skuldir rík­is­sjóðs Ítal­íu verða áfram ríf­lega 130% af lands­fram­leiðslu næstu tvö árin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK