Kyrrsettu vél Ryanair

Flugvél Ryanair. Mynd úr safni.
Flugvél Ryanair. Mynd úr safni. AFP

Flug­mála­yf­ir­völd í Frakklandi hafa kyrr­sett eina Boeing 737 flug­vél í eigu írska lág­far­gjalda­flug­fé­lags­ins Ry­ana­ir á flug­vell­in­um í Bordeaux. Ástæða kyrr­setn­ing­ar­inn­ar er ógreidd upp­hæð upp á 525 þúsund evr­ur, eða sem nem­ur 73 millj­ón­um ís­lenskra króna. Átti flug­fé­lagið að greiða upp­hæðina eft­ir að Evr­ópu­dóm­stóll­inn komst að þeirri niður­stöðu að íviln­an­ir sem flug­fé­lagið fékk árið 2008 og 2009 hafi verið ólög­mæt­ar.

Á vef BBC er vísað í til­kynn­ingu franskra flug­mála­yf­ir­valda sem segja aðgerðina vera óheppi­lega, en 149 farþegar komust ekki leiðar sinn­ar vegna máls­ins. Hins veg­ar hafi þessi leið verið far­in þangað til fé­lagið greiði upp­hæðina til baka.

Þetta er enn eitt vanda­málið sem hef­ur komið upp í rekstri Ry­ana­ir að und­an­förnu, en fé­lagið hef­ur glímt við verk­föll víða um Evr­ópu. Hafa niður­fell­ing­ar vegna verk­fall­anna meðal ann­ars kostað fé­lagið 1,2 millj­arða evra og lækkaði hagnaður fé­lags­ins um 7% vegna þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK