Metfjöldi flugfarþega

Á Keflavíkurflugvelli. Farþegum á fjölgar ár frá ári. Nýtt met …
Á Keflavíkurflugvelli. Farþegum á fjölgar ár frá ári. Nýtt met féll í október mbl.is/Sigurgeir

Rúm­lega 266 þúsund brott­far­ir voru frá Kefla­vík­ur­flug­velli í októ­ber. Sam­tals eru brott­far­irn­ar því orðnar 2,58 millj­ón­ir fyrstu tíu mánuði árs­ins. Sá fjöldi er 3,5% um­fram spá Isa­via frá því í maí.

Sú spá var reynd­ar end­ur­met­in til lækk­un­ar frá fyrri spá Isa­via í nóv­em­ber í fyrra. Alls 266.380 brott­far­ir voru í októ­ber, eða um 23 þúsund­um fleiri en í októ­ber 2017. Þetta er met­fjöldi og stefn­ir í rúm­lega 3 millj­ón­ir brott­fara í ár.

Í frétta­skýr­ingu um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag tel­ur Skarp­héðinn Berg Stein­ars­son, ferðamála­stjóri, að ekki beri að lesa mikið út úr þess­ari aukn­ingu miðað við síðustu spá. Aukn­ing upp á 3,5% sé enda inn­an skekkju­marka. „Frá­vikið er svo lítið að það er ekki vís­bend­ing um eitt né neitt. Flug­fé­lög­in tvö, Icelanda­ir og WOW air, sem eru stærst á Kefla­vík­ur­flug­velli, starfa á ólík­um mörkuðum. Þau starfa bæði á mörkuðum með farþega til og frá land­inu en ekki síður í Atlants­hafs­flug­inu, að flytja fólk yfir hafið. Þegar farþega­spár voru gerðar í vor gáfu menn sér til­tekn­ar for­send­ur í Atlants­hafs­flug­inu. Frá­vik upp á 3,5% er ekki mikið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK