Metfjöldi flugfarþega

Á Keflavíkurflugvelli. Farþegum á fjölgar ár frá ári. Nýtt met …
Á Keflavíkurflugvelli. Farþegum á fjölgar ár frá ári. Nýtt met féll í október mbl.is/Sigurgeir

Rúmlega 266 þúsund brottfarir voru frá Keflavíkurflugvelli í október. Samtals eru brottfarirnar því orðnar 2,58 milljónir fyrstu tíu mánuði ársins. Sá fjöldi er 3,5% umfram spá Isavia frá því í maí.

Sú spá var reyndar endurmetin til lækkunar frá fyrri spá Isavia í nóvember í fyrra. Alls 266.380 brottfarir voru í október, eða um 23 þúsundum fleiri en í október 2017. Þetta er metfjöldi og stefnir í rúmlega 3 milljónir brottfara í ár.

Í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag telur Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri, að ekki beri að lesa mikið út úr þessari aukningu miðað við síðustu spá. Aukning upp á 3,5% sé enda innan skekkjumarka. „Frávikið er svo lítið að það er ekki vísbending um eitt né neitt. Flugfélögin tvö, Icelandair og WOW air, sem eru stærst á Keflavíkurflugvelli, starfa á ólíkum mörkuðum. Þau starfa bæði á mörkuðum með farþega til og frá landinu en ekki síður í Atlantshafsfluginu, að flytja fólk yfir hafið. Þegar farþegaspár voru gerðar í vor gáfu menn sér tilteknar forsendur í Atlantshafsfluginu. Frávik upp á 3,5% er ekki mikið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK