Alvarlegur áfellisdómur

Þrír nýir togarar Samherja á Pollinum við Akureyri
Þrír nýir togarar Samherja á Pollinum við Akureyri mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Samherja gegn bankanum og staðfesting Hæstaréttar sé mjög alvarlegur áfellisdómur yfir stjórnsýslu Seðlabankans. Formaður bankaráðs Seðlabankans segir að bankinn hljóti að draga lærdóm af dómnum.

Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að þótt hann telji dóminn mjög alvarlegan áfellisdóm yfir stjórnsýslu Seðlabankans sé rétt og skynsamlegt að gefa stjórnendum bankans tækifæri til að bregðast við niðurstöðunni og skýra sína hlið málsins, áður en lengra er haldið, og gefa bankaráðinu kost á að fjalla um málið.

Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, segir að full ástæða sé til að fara yfir niðurstöðu Hæstaréttar. Bankaráðið kemur næst saman 21. nóvember og gerir Gylfi fastlega ráð fyrir því að þá verði farið yfir niðurstöðu dómsins. „[É]g get ekki sagt neitt um það hver lærdómurinn kann að verða þar sem ekki er búið að ræða þetta á fundi bankaráðs,“ segir Gylfi í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK