Drífa setur spurningarmerki við orð SA

Drífa Snædal. Enn kastast í kekki með verkalýð og atvinnurekendum.
Drífa Snædal. Enn kastast í kekki með verkalýð og atvinnurekendum. mbl.is/Valli

Drífa Snædal forseti ASÍ segir aðvaranir Samtaka atvinnulífsins um auknar uppsagnir á vinnumarkaði ekki endilega gefa rétta mynd af stöðunni. Hún segir stjórnvöld og samtökin vera að senda „merkileg skilaboð“.

Í samtali við mbl.is setur Drífa spurningarmerki við það að ekki hafi verið spurt um nýráðningar. Þannig skili þetta ekki heildarmyndinni af stöðunni á vinnumarkaði.

Á forsíðu Morgunblaðsins í dag er greint frá því að Samtök atvinnulífsins sjá fram á aukinn fjölda uppsagna á komandi mánuðum.

„Þessi könnun gefur alls ekki heildarmyndina, heldur aðeins hluta af henni. Það hefur legið fyrir að það er að hægja á atvinnulífinu en það er pólitískt hvernig svona er sett fram,“ segir Drífa í samtali við mbl.is.

Hún vill meina að þar sem ekkert er spurt um nýráðningar í fyrirtækjum, komi aðeins fram önnur hlið málsins.

„Úrlausnarefnið er að laun mæti framfærslu. Þegar stjórnmálamenn og SA vara við að allt fari í kaldakol ef kröfum verkalýðshreyfingarinnar er mætt, eru þau að segja: við viljum ekki taka þátt í þessu úrlausnarefni,“ segir Drífa. „Það eru mjög merkileg skilaboð.“

„Þarna er bara verið að gæta ákveðinna hagsmuna, náttúrulega,“ segir Drífa. Það eru hagsmunir atvinnurekenda en ekki að vonum ekki verkalýðshreyfingarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK