Franskur ferðarisi umsvifamikill á flugvellinum

Það virðist alltaf vera nóg að gera hjá Lagardère.
Það virðist alltaf vera nóg að gera hjá Lagardère. mbl.ios/Sverrir Vilhelmsson

Lagardère Travel Retail er stærsti veitingastaður landsins á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki.

Franski ferðarisinn rekur sex veitingastaði á Keflavíkurflugvelli en rekur auk þess verslanir og þjónustu í 240 flugstöðvum víða um heim, að því er fram kemur í umfjöllun um umsvif fyrirtækisins hér á landi.

Fyrirtækið naut verulega góðs af þeim 8,8 milljónum farþega sem streymdu í gegnum Leifsstöð á árinu 2017 en velta fyrirtækisins á því ári nam 3,8 milljörðum króna og var 280 milljónum hærri en hjá Foodco sem kemur næst á eftir. Hagnaður fyrirtækisins nam 248 milljónum króna en það er 80% meiri hagnaður en hjá KFC sem er næst á þeim lista.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK