Ætla að losa sig við Ghosn

Carlos Ghosn.
Carlos Ghosn. AFP

Japanski bílaframleiðandinn Nissan hefur lagt til að Carlos Ghosn, stjórnarformanni fyrirtækisins, verði vikið úr stöðu sinni vegna gruns um fjármálalegt misferli.

Nissan hefur greint frá því að rannsókn innri endurskoðunar undanfarna mánuði hefði leitt það í ljós að Ghosn hafði logið til um laun sín og þóknanir.

Auk þess fannst fleira sem ekki var talið eðlilegt; eins og til að mynda óeðlileg notkun eigna fyrirtækisins utan vinnutíma.

Nissan hefur upplýst saksóknara í Japan um stöðu mála.

Car­los Ghosn er auk þess for­stjóri og stjórn­ar­formaður Renault og stjórnarformaður Mitsubishi.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK