Eignarhaldsfélagið Kólfur ehf. sem er 75% í eigu Gríms Sæmundssonar, forstjóra Bláa lónsins, mun eignast alla hluti í Hvatningu hf., sem fer með 39,1% eignarhlut í Bláa lóninu, samkvæmt kaupsamningi þess efnis, að því er segir í fréttatilkynningu frá Bláa lóninu.
Hvatning hf. hefur til þessa verið 50,55% í eigu Kólfs ehf. og 49,45% í eigu Horns II, en samningur milli félaganna gerir ráð fyrir að Kólfur ehf. taki við öllum hlutum Horns II í Hvatningu hf.
Þá hefur núverandi hluthöfum Horns II verið veittur kaupréttur á sama viðskiptagengi til 31. janúar, á þeim hlutum sem undir voru í viðskiptunum. Samkvæmt tilkynningu Bláa lónsins má rekja tilurð viðskiptanna til þess að líftími Horns II mun renna sitt skeið á næsta ári.