Hagnaður Landsvirkjunar 9,9 milljarðar

Hagnaður Landsvirkjunar hækkar og skuldir lækka.
Hagnaður Landsvirkjunar hækkar og skuldir lækka. mbl.is/Jón Pétur

Rekstrartekjur Landsvirkjunar hækkuðu um 5,7 milljarða króna fyrstu níu mánuði þessa árs borið saman við sama tímabil í fyrra. Voru tekjur fyrirtækisins 44,3 milljarðar á tímabilinu, að því er segir í níu mánaða uppgjöri Landsvirkjunar.

Hagnaður tímabilsins var 9,9 milljarðar króna, en 8,7 milljarðar í fyrra. Var hagnaður fyrir gjöld og fjármagnsliði (EBITDA) 32,4 milljarðar sem er 73,1% af tekjum. Í fyrra var þessi hagnaður 71,9% tekna.

Þá lækkuðu nettóskuldir fyrirtækisins um 11,4 milljarða og voru í lok september 215,3 milljarðar króna. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir Hörður Arnarson „lögð [er] megináhersla á lækkun skulda þannig að arðgreiðslur félagsins geti aukist“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK