Gríðarleg aukning óverðtryggðra lána

Fólk óttast verðbólguskot og sífellt fleiri taka frekar óverðtryggð lán …
Fólk óttast verðbólguskot og sífellt fleiri taka frekar óverðtryggð lán með veði í íbúð en hlutfall óverðtryggðra lána nemur 79% í október. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Gríðarleg aukning er á nýjum óverðtryggðum útlánum heimilanna með veði í íbúðarhúsnæði samkvæmt tölum Seðlabankans. Hafa þau aldrei verið hærri, um 10,3 milljarðar, og jukust um 37% frá fyrri mánuði.

Í októbermánuði einum eru ný útlán heimilanna með veði í íbúð rétt rúmlega 2% lægri en þau voru fyrstu níu mánuði ársins 2017 í heild sinni. Samtals námu ný útlán heimila með veði í húsnæði tæpum 13 milljörðum króna í október og nemur hlutfall óverðtryggðra lána 79% á móti 21% hlutfalli verðtryggðra.

Að sögn sérfræðings óttast fólk verðbólgu, lækkandi gengi og mikla óvissu í kjarasamningum sem verða lausir um áramót. 

„Seðlabankinn á við trúverðugleikavandamál að stríða sem hefur birst í auknum verðbólguvæntingum að undanförnu,“ segir Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins, í grein í Morgunblaðinu í dag. Segir Ingólfur að svo virðist sem kjölfesta verðbólguvæntinga við markmið peningastefnunnar hafi veikst umtalsvert.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK