Þúsundir flugferða til Austur-Evrópu á síðustu árum

Flugvélar á Keflavíkurflugvelli í byrjun mánaðarins.
Flugvélar á Keflavíkurflugvelli í byrjun mánaðarins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Farnar hafa verið þúsundir ferða frá Keflavíkurflugvelli til áfangastaða í Austur-Evrópu frá ársbyrjun 2016. Rúmlega helmingur þeirra til Póllands.

Þetta kemur fram í samantekt Isavia fyrir Morgunblaðið. Tölurnar ná til síðustu mánaðamóta. Næst á eftir Póllandi kemur Ungverjaland og svo Tékkland.

Átta flugfélög hafa flogið frá Keflavíkurflugvelli til Austur-Evrópu á tímabilinu. Ungverska flugfélagið Wizz Air er langumsvifamest í þessu flugi. Með því er Wizz Air orðið einn stærsti viðskiptavinur Keflavíkurflugvallar.

Til marks um umsvifin hefur Wizz Air flogið til fimm borga í Póllandi. Þannig þjónar flugfélagið m.a. fjölmennum hópi fólks af pólskum ættum á Íslandi, að því er framkemur í umfjöllun um flug frá Íslandi til Austur-Evrópu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK