WOW air mun fækka í flota sínum um fjórar Airbus-vélar. Þessi aðgerð er hluti af endurskipulagningu á rekstri félagsins en legið hefur fyrir að minnka þurfi flotann til þess að auka hagkvæmni, draga úr árstíðarsveiflu og hámarka arðsemi.
Þetta segir í tilkynningu sem félagið hefur sent frá sér.
Um er að ræða tvær Airbus A320-vélar og tvær Airbus A330-vélar sem ekki hefðu nýst sem skyldi í vetraráætlun WOW air.
„Þá skal jafnframt taka fram að hagræðing þessi mun ekki hafa áhrif á áform WOW air um að fljúga til Indlands en flug þangað hefst 6. desember næstkomandi,“ segir enn fremur.