Staða WOW air talsvert verri

Skúli Mogensen
Skúli Mogensen Ljósmynd/Aðsend

Staðan á rekstri flug­fé­lags­ins WOW air er tals­vert verri en hún var við upp­haf skulda­bréfa­út­gáfu fé­lags­ins í lok sept­em­ber. Þetta kem­ur fram í frétt Bloom­berg þar sem vísað er í til­kynn­ingu sem for­svars­menn WOW air sendu þeim sem tóku þátt í skulda­bréfa­út­boði fé­lags­ins.

Segja for­svars­menn WOW meðal ann­ars að „fjöldi ytri og innri at­b­urða hafi versnað veru­lega“ eft­ir að WOW air hóf skulda­bréfa­út­gáfu þann 24. sept­em­ber síðastliðinn. Kem­ur þar einnig fram að verið sé að tryggja lang­tíma­fjár­mögn­un fé­lags­ins.

Í bréf­inu er meðal ann­ars rætt um um­fjöll­un um fjár­hags­lega stöðu WOW air á meðan skulda­bréfa­út­gáf­unni stóð og fyr­ir þann tíma, sem hafði nei­kvæðari áhrif á sölu og lána­stöðu fyr­ir­tæk­is­ins en bú­ist var við að því er fram kem­ur í frétt Bloom­berg.

Seg­ir enn frem­ur að niður­stöður fjórða árs­fjórðungs séu verri en upp­haf­lega var bú­ist við. Að gjaldþrot Pri­mera air í októ­ber hafi gert erfiða stöðu verri, og að góður skriður hafi verið kom­inn á sölu- og end­ur­leigu­samn­ing á flug­vél­um sem WOW air þurfti að hætta við sem jafn­framt þýddi að fé­lagið hafi ekki fengið 25 millj­óna banda­ríkja­dala inn­spýt­ingu í sjóðstreymi fé­lags­ins.

Að lán­veit­end­ur og yf­ir­völd hafi fylgst sí­fellt nán­ar með stöðu fé­lags­ins og jafn­framt sett upp strang­ari greiðslu­skil­yrði en áður var kraf­ist. Það hafi enn frem­ur sett meiri pressu á sjóðstreymi fyr­ir­tæk­is­ins. Að hækk­andi olíu­verð í vik­un­um á eft­ir skulda­bréfa­út­gáf­unni hafi enn frem­ur þrengt að fjár­hags­horf­um fé­lags­ins.

„Með það sem fram kem­ur að ofan í huga þá höf­um við verið að vinna alúðlega að því að tryggja viðbótar­fjármögn­um og höf­um fundið fyr­ir áhuga fjölda aðila, þar á meðal Icelanda­ir, eins og búið er að til­kynna op­in­bera.“

Þá kem­ur það jafn­framt fram að Skúli Mo­gensen, eig­andi WOW air, hafi sjálf­ur lagt 5,5 millj­ón­ir evra, eða um 770 millj­ón­ir króna, í skulda­bréfa­út­boð fé­lags­ins í sept­em­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK