Tölvupóstur Skúla veldur titringi

Viðskiptin með bréf Icelandair voru stöðvuð að kröfu FME um …
Viðskiptin með bréf Icelandair voru stöðvuð að kröfu FME um tíma í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tölvu­póst­ur sem Skúli Mo­gensen, eig­andi og for­stjóri WOW air, sendi frá sér í gær í kjöl­far þess að viðskipti með bréf Icelanda­ir Group voru stöðvuð í Kaup­höll Íslands, kann að hafa veru­leg áhrif á það ferli sem að var stefnt að ljúka í lok þess­ar­ar viku og miðaði að því að Icelanda­ir keypti allt hluta­fé WOW air.

Þetta herma heim­ild­ir Morg­un­blaðsins. Í póst­in­um full­yrðir Skúli að for­svars­menn WOW air eigi í viðræðum við aðra fjár­festa en Icelanda­ir Group um mögu­lega aðkomu að fé­lag­inu. Það sé gert sam­hliða fram­gangi viðskipt­anna við Icelanda­ir. Þær viðræður munu hafa átt sér stað án vitn­eskju Icelanda­ir. Stjórn Icelanda­ir Group hef­ur boðað hlut­hafa fé­lags­ins til fund­ar kl. 8.30 að morgni föstu­dags­ins af fyrr­nefnd­um ástæðum.

Heim­ild­ir Morg­un­blaðsins herma að þessi um­mæli hafi verið meðal þeirra atriða sem for­svars­menn Icelanda­ir Group hafi þurft að leggja mat á í gær en fyr­ir ligg­ur að stjórn fé­lags­ins hyggst leggja það fyr­ir fyrr­nefnd­an hlut­hafa­fund að fé­lagið eign­ist WOW air að fullu með af­hend­ingu hluta­bréfa í Icelanda­ir Group. Viðskipt­in með Icelanda­ir voru stöðvuð að kröfu FME í gær sem sagðist með því vilja tryggja jafn­an aðgang hlut­hafa að upp­lýs­ing­um. Bréf Icelanda­ir Group lækkuðu um ríf­lega 5,7% í viðskipt­um eft­ir að opnað var fyr­ir þau að nýju eft­ir há­degið í gær.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka