Nægjanlegur meirihluti skuldabréfaeigenda Icelandair samþykkti tillögur félagsins um tímabundna undanþágu frá fjárhagslegum skilyrðum bréfanna. Atkvæðagreiðslu lauk í gær, en nægjanlegt magn atkvæða barst einnig þannig að atkvæðagreiðslan telst lögmæt. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.
Icelandair hóf 30. október skriflegt ferli með skuldabréfaeigendunum þar sem óskað var eftir undanþágunni. Í byrjun þess mánaðar hafði fyrirtækið gefið út að viðræður væru hafnar við fulltrúa skuldabréfaeigendanna í ljósi uppfærðrar afkomuspá félagsins. Var talið líklegt að Icelandair myndi ekki uppfylla kvaðir sem komu fram í skilmálum bréfanna varðandi hlutfall heildar vaxtaberandi skulda.