Var brugðið eftir ummæli Ragnars

Guðrún Hafsteinsdóttir.
Guðrún Hafsteinsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

„Ég held að Ragnar Þór verði að útskýri þessi ummæli sín aðeins betur,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, velti upp þeim möguleika í Kveik á Rúv að beita áhrifum verkalýðshreyfingarinnar innan lífeyrissjóða til að knýja á um kjarasamninga.

Af hverju getum við ekki beitt áhrifum okkar inni í lífeyrissjóðakerfinu, beinum þá tilmælum til okkar stjórnarmanna að skrúfa fyrir allar fjárfestingar á meðan óvissa eða samningar eru lausir?“ Var haft eftir Ragnari í Kveik.

„Ef þetta er rétt eftir honum haft þá er um að ræða nýmæli í stéttabaráttu á Íslandi; að beita lífeyrissjóðum á þeim vettvangi,“ segir Guðrún. Hún segir ummælin óvenjuleg og því hafi henni brugðið við þau í gærkvöldi. Hugmyndir um að skrúfa fyrir fjárfestingar gangi algjörlega gegn hagsmunum sjóðsfélaga.

Eina skyldan að gæta hagsmuna sjóðsfélaga

Ég verð að beina þeim orðum til föðurhúsanna og Ragnar þarf að útskýra betur hvað hann meinar,“ segir Guðrún. Hún spyr hvort Ragnar ætli sér að verða skuggastjórnandi í lífeyrissjóði.

Hún segist ekki geta sagt annað en að lífeyrissjóðir starfi samkvæmt lögum og að þeim sem starfi í lífeyrissjóðskerfinu beri skylda til að setja hagsmuni sjóðsfélaga ofar öllu öðru. „Okkar lögbundna verkefni er þrískipt; taka á móti iðgjöldum, ávaxta iðgjöld og greiða sjóðsfélögum út lífeyri þegar starfsævi þeirra lýkur.

Guðrún bendir á að stjórnarmenn, hvort sem er í lífeyrissjóðum eða fyrirtækjum, verði ávallt að gæta þess að þeir séu sjálfstæðir í sínum ákvörðunum og athöfnum og lúti ekki boðvaldi neins. Eina skyldan sé að gæta hagsmuna sjóðsfélaga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK