Fundaði með Samgöngustofu - eftirlit í samræmi við aðstæður

Samkvæmt heimildum mbl.is fór Skúli Mogensen á fund Samgöngustofu eftir …
Samkvæmt heimildum mbl.is fór Skúli Mogensen á fund Samgöngustofu eftir starfsmannafundinn í morgun. mbl.is/Eggert

Skúli Mogensen, stofnandi og eigandi WOW air, hélt á fund Samgöngustofu í dag samkvæmt heimildum mbl.is eftir að tilkynnt hafði verið um að ekkert yrði af kaupum Icelandair Group á flugfélaginu í morgun.

Samgöngustofa sér um veitingu flugrekstrarleyfa og eftirlit vegna þeirra. Eftirlit Samgöngustofu hvað flugfélög varðar er tvíþætt og snýr annars vegar að flugrekstri og hins vegar að fjárhagslegu eftirliti.

Samkvæmt Evrópureglugerð nr. 1008/2008 sem Samgöngustofa vinnur eftir þurfa fyrirtæki að uppfylla ákveðin fjárhagsleg skilyrði til þess að geta fengið flugrekstrarleyfi. Annars þurfa fyrirtæki hvenær sem er í 24 mánuði, frá upphafi rekstrar, að geta staðið við raunverulegar og mögulegar skuldbindingar sem kann að vera stofnað til. Hins vegar þurfa þau í þrjá mánuði, frá upphafi rekstrar, að geta staðið undir föstum útgjöldum og rekstrarkostnaði, sem stofnað er til vegna starfsemi samkvæmt viðskiptaáætlun.

„Í samræmi við aðstæður hverju sinni“

Í 9. grein sömu reglugerðar er einnig fjallað um möguleikann á tímabundinni ógildingu og afturköllun á flugrekstrarleyfi. Samgöngustofu er heimilt að meta hvenær sem er fjárhagsstöðu flugrekstrarleyfishafa  og þarf fullvissa að ríkja um hvort flugrekandi geti staðið við raunverulegar skuldbindingar og aðrar skuldbindingar sem stofnað er til á 12 mánaða tímabili.

Flugvél WOW air.
Flugvél WOW air. mbl.is/Eggert

Þar kemur þó einnig fram að Samgöngustofu sé heimilt að veita tímabundið leyfi, þó ekki lengur en til 12 mánaða, á meðan fjárhagsleg endurskipulagning fer fram „að því tilskildu að öryggi sé ekki teflt í tvísýnu“ og að raunhæfar líkur sé á því að „fjárhagsleg endurreisn takist“ innan tímabilsins.

Að sögn Þórhildar Elínar Elínardóttur, samskiptastjóra Samgöngustofu, er eftirlit stofnunarinnar „í samræmi við aðstæður hverju sinni“.

„Við fylgjumst auðvitað bara mjög vel með stöðu mála. Eftirlit er alltaf haft í samræmi við aðstæður hverju sinni. Þegar aðstæður eru þannig að margt er í gangi, þá er eftirlit ítarlegra,“ segir Þórhildur og á þar aðspurð við ítarlegra yfirlit á fjárhagslegum gögnum, öðrum gögnum og ýmsum áætlunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka