Indigo fjárfestir í WOW air

Ljósmynd/Hilmar Bragi

Fyrirtækið Indigo Partners og WOW air hafa náð samkomulagi um að Indigo fjárfesti í flugfélaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá WOW air. 

Um bráðabirgðasamkomulag er að ræða. 

Ekkert kemur frekar fram um skilmála samkomulagsins. Báðir aðilar vonast til að ljúka viðskiptunum sem allra fyrst.

Skúli Mogensen verður áfram stærsti fjárfestirinn í WOW air ef viðskiptin ganga eftir.„Eftirspurnin eftir lággjaldaþjónustu heldur áfram að aukast úti um allan heim og með Indigo sem hluthafa vonumst við til að notfæra okkur þetta spennandi markaðstækifæri,“ segir Skúli í tilkynningunni. Ég hlakka til að starfa með Indigo og ég er sannfærður um að þetta er besta langtímaskrefið fyrir starfsfólk okkar og farþegana,“ segir hann.

„Skúli, stjórn WOW og starfsmenn hafa staðið sig ótrúlega vel við að búa til vel liðið fyrirtæki sem hefur náð góðum árangri,“ segir Bill Franke hjá Indigo Partners. „Við höfum ákveðna sýn fyrir flugfélagið og hlökkum til að starfa með starfsmönnum þess og fulltrúum til að framkvæma þessa sýn.“

Ráðgjafi WOW air í viðskiptunum er Plane View Partners LLC, sem er bandarískt ráðgjafafyrirtæki í samgöngumálum.

Indigo Partners var stofnað árið 2003 af W.A. Franke. Fyrirtækið er aðalfjárfestirinn í Tiger Airways sem er með bækistöðvar í Singapore, og Spirit Airlines, sem er staðsett í Flórída. Það er einnig stór fjárfestir í Wizz Air Holdings, Plc, Frontier Airlines, Volaris Airlines og JetSMART.

William Franke er meðal annars stjórnarformaður í Wizz air, sem er ungverskt lággjaldaflugfélag sem flýgur til Íslands.

Höfuðstöðvar Indigo eru í bandarísku borginni Phoenix í Arizona. 

Hvorki náðist í Skúla Mogensen né Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW air, við vinnslu fréttarinnar. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK