Of mikil óvissa til að bregðast ekki við

Airport Associates þjónustar meðal annars flugfélag WOW á Keflavíkurflugvelli.
Airport Associates þjónustar meðal annars flugfélag WOW á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Eggert

„Við vonum að sjálfsögðu að Skúli Mogensen og hans samstarfsfólk nái að koma WOW í höfn og selja fyrirtækið,“ segir Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates. „Ef það gengur eftir þá komum við til með að geta dregið megnið af þessum uppsögnum til baka.“

Airports Associates tilkynnti um uppsagnir 237 starfsmanna nú síðdegis, en fyrirtækið þjónustar meðal annars flugfélagið WOW air á Keflavíkurflugvelli. Ljóst varð í morgun að kaup Icelandair á WOW myndu ekki ganga eftir.

„Við vonuðum að þessi sala myndi ganga eftir. Þá hefðum við ekki þurft að grípa til þessara aðgera. Við vonum það besta en gerum ráð fyrir því versta.“

Skúli Mogensen fundaði með sínu fólki í dag eftir að …
Skúli Mogensen fundaði með sínu fólki í dag eftir að það varð ljóst að ekkert yrði af samruna Icelandair og Wow air. mbl.is/Eggert

Sá fjöldi starfsmanna sem sagt hefur verið upp frá mánaðamótum er um helmingur alls starfsfólks fyrirtækisins. Að sögn Sigþórs er uppsagnarfrestur starfsfólks misjafn eftir starfsaldri, ýmist einn mánuður eða þrír.

Starfsfólki var tilkynnt um hópuppsögnina á starfsmannafundi í höfuðstöðvum Airport Associates nú síðdegis. Að sögn Sigþórs tók starfsfólk fregnunum af stillingu. „Fólk skilur í hvaða stöðu við erum. Þetta er of mikil óvissa til að bregðast ekki við.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka