Hræringar á álmarkaði

Norðurál er staðsett á Grundartanga í Hvalfirði.
Norðurál er staðsett á Grundartanga í Hvalfirði. mbl.is/Árni Sæberg

Segja þurfti upp 20 starfs­mönn­um í ál­veri Norðuráls á Grund­ar­tanga í fyrra­dag en um er að ræða 3% af heild­ar­starfs­manna­fjölda fyr­ir­tæk­is­ins hér á landi. Ástæður upp­sagn­ar­inn­ar má rekja til inn­lendra jafnt sem er­lendra kostnaðarþátta.

Er­lendu þætt­irn­ir snúa að óhag­stæðri verðþróun á ál­verði sem hef­ur lækkað að und­an­förnu á meðan fram­leiðslu­kostnaður hef­ur auk­ist.

„Við sjá­um eft­ir þess­um 20 starfs­mönn­um sem sum­ir hverj­ir hafa starfað hér í lang­an tíma, í allt að 20 ár. Við þurft­um að hagræða með ýms­um hætti og þetta var eitt af því sem þurfti að gera,“ seg­ir Ragn­ar Guðmunds­son, for­stjóri Norðuráls, í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann.

Spurður um helstu ástæður upp­sagn­anna seg­ir Ragn­ar: „Við sjá­um að hrá­efna­verð hef­ur hækkað veru­lega á þessu ári. Síðan erum við líka að horfa á lang­tímaþróun í inn­lend­um kostnaði sem hef­ur einnig hækkað,“ seg­ir Ragn­ar en fyr­ir­tækið kaup­ir þjón­ustu af mörg­um þjón­ustuaðilum inn­an­lands. Aðspurður vildi hann ekki greina nán­ar frá stærstu inn­lendu kostnaðarliðunum. „Þetta síg­ur allt í þegar allt er lagt sam­an,“ seg­ir Ragn­ar.

Óhag­stæðir ytri þætt­ir

Til þess að fram­leiða ál þarf fyrst og fremst tvö hrá­efni sem keypt eru frá út­lönd­um. Ann­ars veg­ar er um að ræða súrál og hins veg­ar raf­skaut. Verð á þess­um tveim­ur hrá­efn­um hef­ur hækkað um­tals­vert á ár­inu og á móti því hef­ur verð á áli lækkað tölu­vert síðustu vik­ur eft­ir ágæt­an gang á þessu ári. Meðal­verð á tonni af áli á þessu ári er rúm­lega 2.100 banda­ríkja­dal­ir sem er um 7% hærra en meðal­verð síðasta árs sem nem­ur 1.969 döl­um, en í dag stend­ur ál­verð í 1.913 döl­um á tonnið.

Sjá frétt­ina í heild sinni í ViðskiptaMogg­an­um sem kom út í gær. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK