Víkur úr stjórn Símans vegna ákæru um skattabrot

Birgir var ákærður fyrir 25 milljóna króna skattabrot.
Birgir var ákærður fyrir 25 milljóna króna skattabrot.

Birgir S. Bjarnason hefur vikið tímabundið úr stjórn Símans, en tilkynning þess efnis barst Kauphöllinni nú í dag. Í tilkynningunni kemur fram að ástæðan sé persónulegt mál sem sé til meðferðar á hendur honum fyrir dómstólum og óskar hann þess að víkja meðan málið er til lykta leitt.

Birgir var ákærður af embætti héraðssaksóknara í september fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum með því að hafa sem framkvæmdastjóri félags, sem nú er afskráð, ekki staðið skil á staðgreiðslu upp á samtals tæplega 25 milljónir króna á árunum 2015 til 2017.

Auk þess að sitja í stjórn Símans hefur Birgir setið í stjórn Félags atvinnurekenda, um tíma sem formaður, en hann hefur jafnframt vikið úr stjórn þess félags. 

Síminn sendi tilkynningu í dag þess efnis að Birgir hefði …
Síminn sendi tilkynningu í dag þess efnis að Birgir hefði óskað eftir að víkja úr stjórn félagsins meðan málið væri til lykta leitt.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK