Ráðinn forstjóri Icelandair

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. mbl.is/Hari

Stjórn Icelanda­ir Group hef­ur gengið frá ráðningu Boga Nils Boga­son­ar í starf for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins. Bogi Nils hef­ur verið starf­andi for­stjóri Icelanda­ir Group frá því í lok ág­úst síðastliðins. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu til kaup­hall­ar­inn­ar.

Úlfar Stein­dórs­son, stjórn­ar­formaður Icelanda­ir Group, seg­ir í til­kynn­ingu:
„Þegar Björgólf­ur Jó­hanns­son lét af störf­um hóf stjórn fé­lags­ins sam­stund­is fag­legt ferli við leit að eft­ir­manni hans. Capacent á Íslandi og alþjóðlega ráðning­ar­fyr­ir­tækið Spencer Stu­art aðstoðuðu við leit­ina. Það kom skýrt fram í þessu ferli hversu virt og þekkt vörumerki Icelanda­ir er um all­an heim og ánægju­legt að finna þann áhuga sem marg­ir mjög hæf­ir ein­stak­ling­ar, bæði ís­lensk­ir og er­lend­ir, sýndu starf­inu. Það var af­drátt­ar­laus niðurstaða stjórn­ar að Bogi Nils sé hæf­asti ein­stak­ling­ur­inn í starfið. Hann gjörþekk­ir fyr­ir­tækið, hef­ur skýra framtíðar­sýn og er vel til þess fall­inn að stýra því til móts við nýja tíma.“

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir Group, seg­ir í til­kynn­ingu:
„Það er mér mik­ill heiður að hafa verið beðinn um að leiða þann frá­bæra hóp starfs­manna sem starfar hjá Icelanda­ir Group. Við erum stolt af þeim sessi sem við skip­um í hug­um lands­manna og vilj­um standa und­ir því trausti sem okk­ur hef­ur verið sýnt í gegn­um árin. Fram und­an eru bæði spenn­andi og krefj­andi tím­ar fyr­ir fé­lagið, sem kalla á skýra framtíðar­sýn og hag­kvæm­an rekst­ur. Icelanda­ir Group hef­ur styrk­ar stoðir sem byggt verður á til sókn­ar á næstu miss­er­um.“

Bogi Nils gegndi stöðu fram­kvæmda­stjóra fjár­mála Icelanda­ir Group frá októ­ber 2008. Áður var hann fram­kvæmda­stjóri fjár­mála hjá Ask­ar Capital 2007 til 2008 og fram­kvæmda­stjóri fjár­mála hjá Icelandic Group 2004 til 2006. Hann var end­ur­skoðandi og meðeig­andi hjá KPMG á ár­un­um 1993 til 2004.

Bogi Nils er fædd­ur árið 1969 og er viðskipta­fræðing­ur frá Há­skóla Íslands og lög­gilt­ur end­ur­skoðandi. Hann er kvænt­ur Björk Unn­ars­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræðingi og eiga þau þrjú börn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka