Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í nóvember þar sem 233 starfsmönnum var sagt upp störfum, öllum á Suðurnesjum, 213 í flutningum og 20 í fiskvinnslu.
Fram kemur á vef stofnunarinnar, að uppsagnirnar taki flestar gildi í janúar.
Alls hefur 595 manns verið sagt upp á tímabilinu janúar til nóvember 2018 í hópuppsögnum, flestum eða 244 í flutningum og 151 í fiskvinnslu.
Allt árið 2017 var alls 632 manns sagt upp störfum í hópuppsögnum að sögn Vinnumálastofnunar.