Fjárþörfin mikil næsta árið

Vinna við áreiðanleikakönnum í tengslum við fyrirhuguð kaup Icelandair Group …
Vinna við áreiðanleikakönnum í tengslum við fyrirhuguð kaup Icelandair Group á WOW air gaf til kynna að sjóðstreymi WOW air yrði neikvætt allt næsta ár samkvæmt heimildum ViðskiptaMoggans. mbl.is/Eggert

Vinna við áreiðan­leika­könn­un sem gerð var í tengsl­um við fyr­ir­huguð kaup Icelanda­ir Group á WOW air, sem runnu út í sand­inn fyr­ir viku síðan, leiddi í ljós að fjárþörf fyr­ir­tæk­is­ins á kom­andi miss­er­um er mjög mik­il. Þannig mátu sér­fræðing­ar stöðuna að fé­lagið þyrfti að öllu óbreyttu á 15 millj­arða króna inn­spýt­ingu á þessu ári og hinu næsta til þess að halda sjó. Mun sú mikla fjárþörf hafa átt stór­an þátt í því að ekk­ert varð af kaup­un­um.

ViðskiptaMogg­inn bar fyrr­nefnda upp­hæð und­ir Skúla Mo­gensen, eig­anda og for­stjóra WOW Air. Hann sagði töl­una „fjarri lagi,“ en fór ekki nán­ar út í að skýra hver fjárþörf­in væri.

Sam­kvæmt þeim sviðsmynd­um sem teiknaðar voru upp í samruna­ferl­inu sem rann út í sand­inn var gert ráð fyr­ir því að sjóðstreymi WOW air yrði nei­kvætt allt næsta ár. Þetta herma heim­ild­ir ViðskiptaMogg­ans. Þegar lagt var af stað í viðræður um þau var fyrst gert ráð fyr­ir að það yrði já­kvætt í júní næst­kom­andi.

Sjá frétt­ina í heild sinni í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka