Hendir ekki ruslinu í garðinn hjá nágrannanum

Horfa þarf á tækifærin sem felast í plasti. Þau eru …
Horfa þarf á tækifærin sem felast í plasti. Þau eru mörg að sögn þríeykisins. Kristinn Magnússon

Lýsi hf. bætt­ist ný­lega í hlut­hafa­hóp fyr­ir­tæk­is­ins Pure North Recycl­ing sem er eina fyr­ir­tækið á land­inu sem end­ur­vinn­ur plast. Ásamt því að end­ur­vinna um 2.000 tonn af heyrúlluplasti á ári stefn­ir Pure North á end­ur­vinnslu fleiri plast­teg­unda. Það er ekki seinna vænna að mati hlut­hafa fyr­ir­tæk­is­ins en kol­efn­is­los­un frá sorpi er hlut­falls­lega tals­vert meiri hér­lend­is en í mörg­um öðrum lönd­um og ógn­ar hrein­leikaí­mynd Íslands sem er út­flutn­ings­grein­um og ferðaþjón­ust­unni svo mik­il­væg.

Það var glatt á hjalla þegar blaðamann bar að garði í Lýsis­verk­smiðjunni úti á Granda. Katrín Pét­urs­dótt­ir, for­stjóri Lýs­is, tók á móti mér en fyr­ir­tækið bætt­ist ný­verið í hlut­hafa­hóp ís­lenska end­ur­vinnslu­fyr­ir­tæk­ins Pure North Recycl­ing sem var ein­mitt til­efni heim­sókn­ar minn­ar. Eft­ir að hafa fengið kaffi­bolla göng­um við meðfram gul­um veggj­un­um og inn á skrif­stofu Katrín­ar og skömmu síðar bæt­ast í hóp­inn þau Sig­urður Hall­dórs­son, fram­kvæmda­stjóri og stofn­andi Pure North Recycl­ing, og Áslaug Hulda Jóns­dótt­ir sem keypti ásamt Katrínu 25% hlut í fyr­ir­tæk­inu í haust. Framund­an í höfuðstöðvum nýja hlut­haf­ans er skemmti­leg umræða um plast en það er óhætt að segja að blaðamaður hafi aldrei fyrr hitt þrjár mann­eskj­ur sem hafa jafn brenn­andi ástríðu fyr­ir plasti.

Teng­ing Lýs­is við fyr­ir­tæki sem end­ur­vinn­ur plast er nokkuð ein­föld í sjálfu sér. Fyr­ir­tækið fram­leiðir vöru úr fiskn­um í sjón­um sem eins og vitað er hef­ur að geyma sí­fellt meira plast. Flest höf­um við séð mynd­skeið af skjald­bök­unni með plaströrið í nef­inu eða heyrt um plasteyj­ar sem eru tvö­falt stærri en Frakk­land. Pure North er í dag eina fyr­ir­tækið á Íslandi sem end­ur­vinn­ur plast að fullu. Fyr­ir­tækið end­ur­vinn­ur nán­ast allt heyrúlluplast sem til fell­ur í land­inu eða um 2.000 tonn á ári. Líkt og nafn fyr­ir­tæk­is­ins gef­ur til kynna er aðeins not­ast við um­hverf­i­s­væna orku­gjafa í end­ur­vinnsl­unni, jarðvarma og orku úr affalls­virkj­un en eng­in kemísk efni eru notuð við vinnsl­una. Íslend­ing­ar eru að mati þríeyk­is­ins komn­ir of skammt á veg í end­ur­vinnslu­mál­um. Sér í lagi þegar horft er til þess að ekki er ólík­legt að á næsta ári verði samþykkt­ar tak­mark­an­ir á flutn­ingi á óunnu plasti á milli landa. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um fyr­ir­tæk­is­ins eru 95% af óend­urunnu umbúðaplasti flutt úr landi. Áætlað er að um 16 þúsund tonn af umbúðaplasti séu flutt inn til lands­ins ár­lega og einu lausn­irn­ar í dag eru að urða það eða flytja það aft­ur úr landi. Segja má að um þjóðþrifa­mál sé að ræða, í orðsins fyllstu og bók­staf­leg­ustu merk­ingu.

„Við erum að tala um þjóðþrifa­mál,“ seg­ir Katrín og held­ur á A4-blaði með mynd af Íslandi sem stimplað er á stór­um stöf­um: „ÞJÓÐÞRIFAMÁL“. Katrín sagðist nefni­lega fyr­ir fimm árum hafa lent í ákveðnu sjokki. Lýsi, afurðin sem hún fram­leiðir og sel­ur um all­an heim, var orðin menguð af plasti.

Sjá viðtalið í heild sinni í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Frá starfsemi Pure North Recycling í Hveragerði.
Frá starf­semi Pure North Recycl­ing í Hvera­gerði. mbl.is/​Golli
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka