Hendir ekki ruslinu í garðinn hjá nágrannanum

Horfa þarf á tækifærin sem felast í plasti. Þau eru …
Horfa þarf á tækifærin sem felast í plasti. Þau eru mörg að sögn þríeykisins. Kristinn Magnússon

Lýsi hf. bættist nýlega í hluthafahóp fyrirtækisins Pure North Recycling sem er eina fyrirtækið á landinu sem endurvinnur plast. Ásamt því að endurvinna um 2.000 tonn af heyrúlluplasti á ári stefnir Pure North á endurvinnslu fleiri plasttegunda. Það er ekki seinna vænna að mati hluthafa fyrirtækisins en kolefnislosun frá sorpi er hlutfallslega talsvert meiri hérlendis en í mörgum öðrum löndum og ógnar hreinleikaímynd Íslands sem er útflutningsgreinum og ferðaþjónustunni svo mikilvæg.

Það var glatt á hjalla þegar blaðamann bar að garði í Lýsisverksmiðjunni úti á Granda. Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, tók á móti mér en fyrirtækið bættist nýverið í hluthafahóp íslenska endurvinnslufyrirtækins Pure North Recycling sem var einmitt tilefni heimsóknar minnar. Eftir að hafa fengið kaffibolla göngum við meðfram gulum veggjunum og inn á skrifstofu Katrínar og skömmu síðar bætast í hópinn þau Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Pure North Recycling, og Áslaug Hulda Jónsdóttir sem keypti ásamt Katrínu 25% hlut í fyrirtækinu í haust. Framundan í höfuðstöðvum nýja hluthafans er skemmtileg umræða um plast en það er óhætt að segja að blaðamaður hafi aldrei fyrr hitt þrjár manneskjur sem hafa jafn brennandi ástríðu fyrir plasti.

Tenging Lýsis við fyrirtæki sem endurvinnur plast er nokkuð einföld í sjálfu sér. Fyrirtækið framleiðir vöru úr fisknum í sjónum sem eins og vitað er hefur að geyma sífellt meira plast. Flest höfum við séð myndskeið af skjaldbökunni með plaströrið í nefinu eða heyrt um plasteyjar sem eru tvöfalt stærri en Frakkland. Pure North er í dag eina fyrirtækið á Íslandi sem endurvinnur plast að fullu. Fyrirtækið endurvinnur nánast allt heyrúlluplast sem til fellur í landinu eða um 2.000 tonn á ári. Líkt og nafn fyrirtækisins gefur til kynna er aðeins notast við umhverfisvæna orkugjafa í endurvinnslunni, jarðvarma og orku úr affallsvirkjun en engin kemísk efni eru notuð við vinnsluna. Íslendingar eru að mati þríeykisins komnir of skammt á veg í endurvinnslumálum. Sér í lagi þegar horft er til þess að ekki er ólíklegt að á næsta ári verði samþykktar takmarkanir á flutningi á óunnu plasti á milli landa. Samkvæmt upplýsingum fyrirtækisins eru 95% af óendurunnu umbúðaplasti flutt úr landi. Áætlað er að um 16 þúsund tonn af umbúðaplasti séu flutt inn til landsins árlega og einu lausnirnar í dag eru að urða það eða flytja það aftur úr landi. Segja má að um þjóðþrifamál sé að ræða, í orðsins fyllstu og bókstaflegustu merkingu.

„Við erum að tala um þjóðþrifamál,“ segir Katrín og heldur á A4-blaði með mynd af Íslandi sem stimplað er á stórum stöfum: „ÞJÓÐÞRIFAMÁL“. Katrín sagðist nefnilega fyrir fimm árum hafa lent í ákveðnu sjokki. Lýsi, afurðin sem hún framleiðir og selur um allan heim, var orðin menguð af plasti.

Sjá viðtalið í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Frá starfsemi Pure North Recycling í Hveragerði.
Frá starfsemi Pure North Recycling í Hveragerði. mbl.is/Golli
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK