Saksóknari í Japan hefur ákært Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformann japanska bílaframleiðandans Nissan, fyrir fjármálamisferli, að því er BBC greinir frá.
Ghosn var handtekinn í nóvember og sakaður um að hafa ekki gefið réttar upplýsingar um laun sín og fyrir að hafa notað eignir fyrirtækisins til persónulegra nota utan vinnutíma.
Ghosn, sem fór fyrir bandalagi franska bílaframleiðandans Renault og japönsku bílaframleiðendanna Nissan og Mitsubishi, hefur neitað ásökununum.
Hafa japanskir fjölmiðlar gefið í skin að Ghosn kunni að eiga frekari ákærur yfir höfði sér og að það kunni að leiða til að þess að hann verði úrskurðaður í 20 daga varðhald til viðbótar þar sem hann muni sæta yfirheyrslum.
Ákæran sem lögð var fram gegn honum í dag var fyrir rangar fullyrðingar í árlegri öryggismálaskýrslu Nissan.
Ghosn sem er brasilískur, var hugmyndasmiðurinn á bak við bandalag Renault, Nissan og Mitsubishi og límið sem hélt því saman. Honum hafði áður verið hampað fyrir að snúa rekstri Nissan við.