Traust ekki endurheimt á einum degi

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lítið traust almennings til bankakerfisins á Íslandi kemur Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra ekki á óvart. Hann segir að þrátt fyrir þá tortryggni sem sé lýsandi fyrir almenna viðhorfið sé hvetjandi að sjá að traustið hafi vaxið ár frá ári.

Þetta sagði Bjarni í samtali við mbl.is eftir kynningu hvítbókar um fjármálakerfið síðdegis í dag. Könnun sem var gerð af Gallup í októ­ber fyr­ir starfs­hóp­inn sem stóð að hvít­bók­inni, um viðhorf lands­manna til banka­kerf­is­ins í októ­ber, sýn­ir að al­geng­ustu orð sem al­menn­ingi dett­ur fyrst í hug til að lýsa banka­kerf­inu á Íslandi eru meðal ann­ars græðgi, spill­ing, okur og hrun.

Þegar litið er til þeirra orða sem svar­end­um könn­un­ar­inn­ar dett­ur í hug þegar á að lýsa banka­kerfi framtíðar­inn­ar blas­ir við önn­ur sýn. Þá eru nefnd orðin sann­girni, traust, heiðarleiki, ör­yggi og einnig eru nefnd­ir lægri vext­ir.

Leggja til lækkun bankaskatts

„Ef við fylgjum þessum leiðarljósum sem við fáum út úr þessari skoðanakönnum, um að fólk sé fyrst og fremst að leita að sanngirni í samskiptum við fjármálakerfið, að það sé að vonast eftir því að vaxtastigið lækki og það sé góð þjónusta, traust og heiðarleiki sem einkenni starfsemina þá held ég að það sé til mikils að vinna að vinna vel úr tillögunum og þeim grunni sem við höfum fengið með skýrslunni,“ sagði Bjarni.

Traust til bankakerfisins hefur aukist jafnt og þétt frá hruni sem Bjarni segir ánægjulegt. „Það gildir það sama þarna og annars staðar; traust verður ekki endurheimt á einum degi.

Frá kynningu hvítbókar í fjármálaráðuneytinu í dag.
Frá kynningu hvítbókar í fjármálaráðuneytinu í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Meðal tillagna í hvítbókinni er lækkun bankaskatts en í kynningu starfshóps kom fram að hinn almenni neytandi myndi njóta góðs af því. „Það eru ýmsar álögur sem leggjast á íslenska fjármálakerfið sem eru umfram það sem gerist hjá bönkum af svipaðri stærð í nágrannaríkjum. Það eru færð rök fyrir því að þetta skili sér beint út sem álag á almenning og fyrirtæki,“ sagði Bjarni. Hann bætti við að hann hefði þegar kynnt í ríkisstjórn frumvarp um lækkun bankaskatts.

Sterkt regluverk og eftirlitskerfið virkar

Starfshópurinn bendir á að eignarhald íslenska ríkisins í fjármálakerfinu sé mun meira hér á landi en víðast gerist. Bjarni segir að ein meginástæða þess að farið var af stað við vinnu hvítbókar sé að það þurfti að kanna hvort það væri eitthvað sérstakt í umgjörð fjármálafyrirtækja sem þyrfti að endurskoða áður en farið væri að huga að sölu á eignarhlut ríkisins í bönkum.

Meginsvarið við spurningunni er að regluverkið er sterkt og eftirlitskerfið virkar,“ segir Bjarni en bætir við að nokkrar ábendingar hafi komið fram. 

Nú höfum við bókina og leggjum hana fram sem umræðugrundvöll og eftir að hún hefur verið lögð fram í þingi viljum við tína saman sjónarmiðin endanlega og móta þessa framtíðarstefnu. Þar með talið um áform varðandi sölu á eignarhlutum,“ sagði Bjarni og bætti við að þar verði að vanda til verka, tryggja gegnsæi og traust.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK