Segir tapið nema fimm milljörðum

Andri Már Ingólfsson.
Andri Már Ingólfsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ferðaskrifstofur Travelco, áður Primvera Travel, töpuðu fimm milljörðum króna á falli flugfélagsins Primera Air, að sögn Andra Más Ingólfssonar, eiganda félaganna, í viðtali við Viðskiptablaðið í dag.

Hann segir í viðtalinu að Primera Air væri enn í rekstri ef Arion banki hefði veitt brúarfjármögnun líkt og staðið hafi til. Bankinn hafi einnig þrýst á um að rekstur ferðaskrifstofanna yrði færður í nýtt félag.

Í október kom fram að aðeins 250 þúsund dansk­ar krón­ur og einn bíll sé það sem skipta­stjór­ar í búi Pri­mera hafi fundið við upp­gjör þess. Lík­legt er, miðað við þessa stöðu, að þeir loki þrota­bú­inu fljót­lega þar sem eng­ir pen­ing­ar eru til að greiða laun fyr­ir upp­gjör bús­ins. Frá þessu er greint á vef danska miðils­ins Fyens Stifsti­dende og er haft eft­ir Morten Hans Jak­ob­sen, ein­um af þrem­ur skipta­stjór­um fé­lags­ins.

Um miðjan október sögðu dansk­ir miðlar frá því að kröf­ur í fé­lagið væru um 16,4 millj­arðar ís­lenskra króna og að kröfu­haf­ar væru 500 tals­ins. Stuttu áður var til­kynnt um að Andri Már Ing­ólfs­son, fyrr­ver­andi eig­andi Pri­mera Air, hefði keypt all­ar ferðaskrif­stof­ur Pri­mera Tra­vel Group og tekið yfir skuld­ir við Ari­on banka. Fóru eign­irn­ar inn í nýtt fé­lag Andra sem heit­ir eins og áður sagði, Tra­velco.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka