Aurum Holding-málið ekki fyrir Hæstarétt

Hæstiréttur mun ekki taka Aurum Holding málið fyrir.
Hæstiréttur mun ekki taka Aurum Holding málið fyrir. mbl.is/Ófeigur

Hæstiréttur hafnaði í gær beiðni ríkissaksóknara um að dómstóllinn taki Aurum Holding-málið svo nefnda fyrir. Málið hefur í fjórgang verið tekið fyrir af dómstólum frá því það hófst fyrst fyrir sex árum síðan.

Lands­rétt­ur sýknaði í október alla þrjá sak­born­ing­ana mál­inu, þá Lár­us Weld­ing, fyrr­ver­andi for­stjóra Glitn­is, Magnús Arn­ar Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­sviðs bank­ans, og Jón Ásgeir, sem var aðal­eig­andi bank­ans í gegn­um eign­ar­halds­fé­lagið FL Group.

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hafði áður dæmt Lár­us í eins árs fang­elsi, Magnús í tveggja ára fang­elsi en sýknað Jón Ásgeir.

Saksóknari, sem áfrýjaði málinu sagði í málskotsbeiðni sinni til Hæstaréttar að það væri sitt mat að  dómur Landsréttar væri efnislega rangur.  Það hefði því „verulega almenna þýðingu“ að Hæstiréttur endurskoðaði beitingu Landsréttar á 249. grein hegningarlaga, þar sem hún væri ekki í samræmi við niðurstöður Hæstaréttar í svipuðum málum. 

Hæstiréttur féllst ekki á þessi rök og neitaði beiðni saksóknara um að taka málið fyrir.

Þá var það mat Hæstaréttar að ekki væri heimild í lögum til að verða við kröfu tveggja sakborninganna um að verjendur þeirra fengju þóknun fyrir að gæta hagsmuna sinna vegna málskotsbeiðninnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka