Enn færir LVMH út kvíarnar

Copocabana Palace.
Copocabana Palace. Wikipedia/Donatas Dabravolskas

Franska munaðarvörufyrirtækið LVMH er að kaupa hótelkeðjuna Belmond, sem meðal annars á og rekur Copocabana Palace í Rio de Janeiro og Cipriani Feneyjum.

Samkvæmt tilkynningu LVMH nema viðskiptin 3,2 milljörðum Bandaríkjadala, sem svarar til 495 milljarða króna. 

LVMH Moët Hennessy Louis Vuitton varð til við samruna tískuhússins Louis Vuitton og Moët Hennessy árið 1987. Fyrirtækið ræður yfir um það bil 60 dótturfélögum en öll eru þau rekin sjálfstætt. Meðal þeirra er Christian Dior.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK