Til stendur að flugfélagið Atlantic Airways muni bjóða upp á beint flug frá Færeyjum til New York. Þetta staðfestir Jóhanna á Bergi, framkvæmdastjóri Atlantic Airways, að því er fram kemur á færeyska fréttavefnum Local.fo.
Flugfélagið hefur sótt um leyfi og bíður nú eftir samþykkt frá bandarískum flugyfirvöldum. Berg sagði að „áætlunin væri að skipuleggja nokkrar flugferðir til New York næsta haust, um það bil 4 til 6 flug í heildina, eitt flug í viku“.
Atlantic Airways hyggst taka í notkun 180 sæta flugvél af gerðinni A320neo fyrir nýju flugleiðina.