Dettur í hug Kúba norðursins

Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrir miðri mynd, og fulltrúar Samherja þegar …
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrir miðri mynd, og fulltrúar Samherja þegar þeir mættu á fund með bankaráði Seðlabanka Íslands í lok nóvember. mbl.is/​Hari

Ég batt vonir við að eftir fund með bankaráði þann 27. nóvember sl. myndi málinu ljúka en ekki þyrfti að fara með það inn í sjöundu jól og áramót,“ skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í bréfi til bankaráðs Seðlabanka Íslands.

Greint var frá því í gær að greinargerð Seðlabanka um mál Samherja verður ekki skilað fyrr en á næsta ári en upphaflega átti að skila henni 7. desember. 

For­sæt­is­ráðherra óskaði eft­ir grein­ar­gerðinni 12. nóv­em­ber og átti hún að ná til mála Sam­herja frá þeim tíma sem rann­sókn hófst á meint­um brot­um á regl­um um gjald­eyr­is­mál.

Þorsteinn skrifar að svo virðist sem formaður bankaráðs ætli að stýra málinu í þann farveg að bíða eftir hugsanlegu áliti umboðsmanns Alþingis í máli sem varðar ekki lyktir málsins á hendur Samherja, til þess að komast hjá því að taka sjálfur afstöðu til og afgreiða málið sjálfur.

Eru það mér og starfsmönnum Samherja mikil vonbrigði að bankaráðsformaður hafi kosið að draga málið að ósynju. Er það nema von að manni detti í hug Kúba norðursins þegar hugsað er um stjórnsýslu seðlabankans í þessu máli, nú sem endra nær,“ skrifar Þorsteinn auk þess sem hann gagnrýnir Má Guðmundson seðlabankastjóra.

Eins og áður hefur komið fram staðfesti Hæstiréttur nýlega dóm héraðsdóms um að fella úr gildi ákvörðun Seðlabanka Íslands frá 1. sept­em­ber 2016 um að sekta Sam­herja um 15 millj­ón­ir króna í vegna meintra brota á regl­um um gjald­eyr­is­mál.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK